Hvað gerir Infrarauður Sauna

Infrarauð sána fyrir heilbrigði!
 
Infrarauð sána hefur sögulegar rætur að rekja til ársins 1967. 
Dr. Tadishi Ishikwaka í Japan þróaði þá fyrsta módelið. 
Þessi infrarauða sána var fyrst notuð af heilsugæslustöðvum allt til ársins 1981,
en þá  var sala á infrarauðu sánauklefunum gefin frjáls og nýtur mikilla vinsælda 
á hinum almenna markaði.
 
Í dag er hún einnig notuð hjá sérfræðingum, læknum, meðferðarstöðum og 
heilsugæslustöðum, þar sem að infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúræði.
Infrarauðir geislar eru einnig hitauppspretta sem notast í hitakassa 
á fæðingardeildum.Innrauða ljósið er eitt af heitustu ósýnilegu ljóssviðunum frá sólinni, 
en i innrauðri sána er hættulega UV-ljósið fjarlægt.
Þetta gerir það að verkum að það er alls engin hætta 
á að líkaminn verði óvarinn gegn IR-ljósi, þrátt fyrir notkun í lengri tíma.
Samkvæmt læknisfræðilegum rannsóknum er það klárt
að innrauð geislun er sérstaklega tekin upp af bæði vefum og líffærum,
og sýnir fjölda af jákvæðum áhrifum.
 
Infrarauð orka er form orku, sem í andstæðu við önnur orkuform
notar ekki loftið til að flytja hita. 
Minna en 20% af orkunni er notað til upphitunar umlykjandi lofts,
og yfir 80% hitar upp líkamann. 
Mikill kostur við infrarauðann hita er að hann fer dýpra inn í húð og líkama
heldur en hitinn frá hinu hefðbundnu gufubaði – við tiltölulega lágt hitastig,
og reynir þar með minna á líkamann.
Svitinn sem kemur út frá infrarauðri sánu er ekki soginn út úr líkamanum,
heldur þrýst innan frá og út. 
Þessi djúp virkandi varmi frá infrarauðu geislunum hreinsar húðina
í gegnum svitaholurnar. 
Næring og súrefni flytjast betur til frumanna.
 
 
Salt, þungir málmar og úrgangsefni skolast burt! 
Svitinn sem kemur frá IR-sánu inniheldur u.þ.b. 80% vatn,
og hin 20% eru úrgangs/ eiturefni eins og kadmíum, nikkel, blý og klór.
Þessi efni geymast venjulega í nýrunum og undir húðinni,
en skolast burt við notkun á infrarauðri sánu.
Infrarauð sána er oft notuð í tengslum við netjubólgumeðhöndlun
til að flýta fyrir jákvæðum niðurstöðum. 
Þetta er á sama tíma algjör ánægja.
Meðferð í infrarauðri sánu útvíkkar blóðæðarnar og eykur blóðrásina,
leysir upp spennuna og sér til þess að sveigjanleiki sé í vöðvum. 
Á sama tíma róast líkaminn niður.
 
Meðferð með hreinu infrarauðu hitabylgjunum hafa einnig gefið
jákvæðar niðurstöður á spóríasis og brunaskaða,
með því að opna svitaholurnar fjarlægjum við sködduð efni og dauðar húðfrumur
á fljótlegan hátt og flýtum fyrir endurnýjun, sem gefur frískari og mýkri húð.
Maður finnur fyrir vellíðan í infrarauðri sánu, upplifir afslappandi og afstressandi áhrif
sem einnig bæta ónæmiskerfi.
Þegar hiti eða flensa gerir vart við sig getur notkun á infrarauðri sánu haft jákvæð áhrif.  
 
 
Infrarauðir ljósgeislar, hollu geislar sólarinnar 
Sólarljósið er breiður skali af tíðni ljósgeisla, þar á meðal eru infrarauðir geislar. 
Sýnilegir ljósgeislar eru fyrir miðju í þeim skala. 
Á hærri tíðni breytast sýnilega ljósið í útfjólubláa geisla sem geta valdið sólbruna.
Á lægri tíðni breytist sýnilega ljósið hinsvegar í milda Infrarauða geisla. 
Það eru infrarauðu geislarnir sem gera það að verkum að sólin hitar okkur upp,
jafn vel þó að það sé kaldur vetrardagur. 
Infrarauðir ljósgeislar eru á skalanum 0,76 til 1000 og þeir eru allstaðar, 
meira að segja í lófanum þínum; infrarauður hiti er eins konar aukaafurð sem kemur frá orkuframleiðslu líkama okkar.
 
 
Infrarauður ljósgeisli þýðir í raun djúp hitun.
Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega,
sem þýðir að innstu vefir og líffæri verða örvuð, sem svo gerir það að verkum
að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni sánu.
Óhreinindi sem líkaminn á erfitt með að losa sig við sleppa út í gegnum húðina
okkar við notkun á lágum og þægilegum hita.
 
 
Eykur blóðflæði, styrkir hjarta- og æðakerfi líkamans.
Þegar líkami okkar eykur svitaframleiðsluna til að kæla sig niður,
byrjar hjartað að vinna harðar og dæla meira blóði. 
Þetta gerir það að verkum að við náum fram áhrifum sem samsvara stöðugri æfingu. 
Með því að víkka blóðæðar okkar og auðga blóðið með súrefni,
kemur okkur til að líða vel og orkufyllri.
 
 
Vissir þú....                               
...Að þú getur brennt allt að 600 kaloríum á 30 min í IR sánu.                               
...Að þú svitnar 3 sinnum meira í IR sánu heldur en í gufu sánu                                
...Að infrarauðu geislarnir leysa upp vöðvabólgur og mýkja upp vöðva                                
...Að hitinn frá infrarauðu geislunum smýgur allt að 4.5 cm inn í líkamann                                
...Að infrarauðu geislarnir lina þjáningar vegna gigtar                                
...Að 80% svitans er vökvi og 20% eru úrgangsefni