Search

Heilsuhótel íslands

Heilsuhótel Íslands hefur verið í viðskiptum við ShopChina síðastliðinn 5 ár og hefur þjónusta og samstarf verið óaðfinnanlegt. Við notum tvo infrarauða klefa frá Kristjáni (ShopChina ) þeir eru nánast stöðugt í gangi allt árið og hafa þurft að þola ótrúlegt álag. Þrátt fyrir það hafa þeir staðið allt af sér en tvívegis þurft nýjar perur sem hafa verið pantaðar strax ef þær eru ekki til á lager. Klefarnir hafa reynst viðskiptavinum okkar einstaklega vel og er einn af lykilþáttum í að endurnæra þreytta kroppa.......ha ha... Við fengum aðstoð við uppsetningu þó að það sé eins einfalt og leikur með Lego..
Ragnar Snær Ragnarsson
Framkvæmdastjóri

Heilsuhótel íslands

Reykjavik Spa sem er staðsett á Grand Hotel Reykjavik hefur verið með infrarauðan saunaklefa frá ShopChina sl. tvö og hálft ár. Við byrjuðum á litlum hornklefa en hann reyndist fljótt of lítill og skiptum við honum út fyrir stærri eftir eitt ár. Þjónustan við uppsetningu og annað var til fyrirmyndar. Klefinn er í stöðugri notkun og hefur gengið mjög vel. Fjölbreytt virkni og áhrif frá infrarauðum geislum hefur skilað sér til okkar gesta margfalt með bættri heilsu og betri líðan. Get óhikað mælt með Kristjáni hjá ShopChina.is Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur heilsan ekki tíma fyrir þig síðar.
Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir
Rekstrarstjóri Reykjavík Spa

Hóppantanir

Infrarauði saunaklefinn frá ShopChina er vel smíðaður og einfaldur í uppsetningu. Það sem kom skemmtilegast á óvart var hversu fljótur svona stór klefi (6 manna) er að hitna og hversu vel hann heldur hitanum. Öll fjölskyldan notar klefann, líka krakkarnir sem finnst gott að fara í sauna eftir fimleika og fótbolta. Kristján frá ShopChina veitir afburðaþjónustu og það er mjög gott að eiga viðskipti við hann. Infrarauðir klefar eru mikið notaðir af fólki með gigtarsjúkdóma og virka vel. Ég mæli með klefunum frá ShopChina fyrir alla sem vilja huga að heilsunni.
Magni Bernhardsson
B.Sc D.C. Kírópraktor

Hóppantanir

Ég pantaði nuddstól frá ShopChina og er ofuránægð með gripinn. Tímasetning stóðst í alla staði frá því að ég pantaði hann og þar til hann var komin heim í hús. Verðið frábært fyrir svona stól og eigandinn kom heim til mín og setti hann saman - topp þjónusta sem ég get svo sannarlega mælt með! Takk fyrir mig ShopChina
Hulda Sveins
Raven ́s Bed and Breakfast, Njarðvík, Reykjanesbæ