Infrarauði saunaklefinn frá ShopChina er vel smíðaður og einfaldur í uppsetningu. Það sem kom skemmtilegast á óvart var hversu fljótur svona stór klefi (6 manna) er að hitna og hversu vel hann heldur hitanum. Öll fjölskyldan notar klefann, líka krakkarnir sem finnst gott að fara í sauna eftir fimleika og fótbolta. Kristján frá ShopChina veitir afburðaþjónustu og það er mjög gott að
eiga viðskipti við hann. Infrarauðir klefar eru mikið notaðir af fólki með gigtarsjúkdóma og virka vel. Ég mæli með klefunum frá ShopChina fyrir alla sem vilja huga að heilsunni.